Í frétt BBC er haft eftir Long að hlutar af Flórída verði án rafmagns í nokkra daga og að rúmlega 100 þúsund manns muni þurfa að hafast við í neyðarskýlum.
Irma er nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur og hefur í dag gengið yfir hafsvæði norður af Kúbu og stefnir á Flórída. Reiknað er með að fellibylurinn gangi á land í Bandaríkunum á sunnudag og mega íbúar eiga von á vindhviðum allt að 75 metrum á sekúndu.
Fréttir hafa borist af því að fólk hafi farið ránshendi á eyjunni Sankti Martin þar sem fellibylurinn olli gríðarlegri eyðileggingu. Að minnsta kosti átta manns létu lífið á eyjunni Sankti Martin í óveðrinu, en alls hafa fjórtán manns dáið á eyjum Karíbahafsins vegna Irmu.
Yfirvöld á Flórída hafa beint þeim fyrirmælum til um 500 þúsund íbúa að yfirgefa heimili sín vegna komu Irmu.
„Fellibylurinn Irna heldur áfram að vera ógn sem mun rústa Bandaríkjunum annað hvort í Flórída eða einhverjum Suðausturríkjanna,“ segir Long.