Irma ógnar allt að 26 milljónum manna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eyjarskeggjar á Saint-Martin virtu í gær fyrir sér rústirnar sem Irma skildi eftir. Nordicphotos/AFP Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar. Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar.
Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira