Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur. Hann hefur ekkert tjáð sig. vísir/afp Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað. Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað.
Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira