Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur. Hann hefur ekkert tjáð sig. vísir/afp Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað. Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað.
Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira