Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi

Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar.
„Islams trú hefur í kjölfarið fengið það orð á sig að vera trú öfgamanna og ótta,“ sagði Macron meðal annars og bætti við að starf samtakanna væri mikilvægur þáttur í að sameina þjóðina og berjast gegn hatri. Jafnframt sagði hann að rödd þeirra væri ekki eina rödd múslíma, vissulega væru margar raddir sem létu í sér heyrast og þær raddir væru einnig mikilvægar í að leysa þessar deilur.
Macron lagi áherslu á að ríkið muni styðja franska múslíma og samtök þeirra í þessari baráttu og sagði jafnframt að án þeirra hugmyndafræði og trúarþekkingu væri erfitt að ná tökum á ástandinu.
Að lokum sagði Macron að enginn mætti halda að trú þeirra ætti ekki heima í Frakklandi.
„Enginn í Frakklandi á að trúa því að ykkar trú samræmist ekki frönskum gildum. Enginn á að hafna ykkar trú og enginn getur krafist þess í nafni trúarbragða að fara á svig við lög Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni.
Tengdar fréttir

Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum.

Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur
Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag.

Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta
Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag.

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn
"Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche
Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna.

Macron segist allt eins eiga von á hörðum orðaskiptum á fundi sínum með Pútín
Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sitja nú á fundi í Versölum, skammt frá París.

Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins
Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti.

Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu.