Erlent

Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands í maí.
Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands í maí. Vísir/afp
Flokkur Emmanuel Macron Frakklandsforseta, La république en marche, nær hreinum meirihluta á franska þinginu samkvæmt útgönguspám sem birtar voru þegar kjörstöðum var lokað klukkan 18 að íslenskum tíma.

Flokkur Macron og stuðningsflokkar virðast ná samtals milli 355 og 360 mönnum af 577 inn á þing samkvæmt útgönguspá. Af þessum 355 fær La république en marche 311 þingmönnum.

Sigur La république en marche er nokkuð minni en sumar skoðanakannanir bentu til í aðdraganda kosninganna. Kjörsókn virðist hafa verið á milli 42 og 43 prósent, nokkuð minni en í síðustu þingkosningum 2012 og sú lægsta í sex áratugi.

Flokkurinn La république en marche var stofnaður fyrir tæpu ári síðan og hefur um helmingur frambjóðenda enda reynslu af stjórnmálum. Gangi útgönguspárnar eftir verður Macron í sterkri stöðu til að koma umbótatillögum sínum í framkvæmd.

Repúblikanaflokkurinn virðist samkvæmt útgönguspám ná 125 fulltrúum inn á þing og Sósíalistaflokkurinn, sem náði 280 þingmönnum á þing í síðustu kosningum, 49 mönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×