Erlent

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Trump og Macron á leiðtogafundi NATO á dögunum.
Trump og Macron á leiðtogafundi NATO á dögunum. Visir/Getty
„Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“.

Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta:  „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum.

Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.



Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum.


Tengdar fréttir

Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“

Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×