Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2017 11:45 Trump og Macron á leiðtogafundi NATO á dögunum. Visir/Getty „Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“. Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta: „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“. Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta: „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37