Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 08:54 Þetta er mikill sigur fyrir tiltölulega nýstofnaðan flokk Macron en flokkurinn er rúmlega árs gamall. Vísir/afp Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. Þar af fékk flokkur Macron 308 þingsæti. Kjörspár höfðu þó gert ráð fyrir stærri sigri. Hjáseta í þingkosningunum var nokkuð mikil í ár eða 57,4 prósent. Kjörsókn var því nokkuð minni en fyrir fimm árum. Niðurstöður kosninganna má sjá í frétt Le Monde.Stór sigur Þetta er mikill sigur fyrir tiltölulega nýstofnaðan flokk Macron en flokkurinn er rúmlega árs gamall. Margir af þeim sem buðu sig fram fyrir flokkinn hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum. Því er þingið skipað að miklu leyti skipað nýjum einstaklingum. Macron hefur því sterka stöðu innan innan nýja þingsins og gerir honum kleift að leggja áherslu á umbótamálefni sín. Hann má því búast við miklum stuðningi. Macron og meirihluti hans leggur áherslu á sparnaðaráætlun til fimm ára. BBC greinir frá umbótaáætlun Macrons. Reynt verður að spara um 60 milljarða evra á þeim tíma. Einnig verður ríkisstarfsmönnum fækkað um 120 þúsund og vinnumarkaðurinn verður endurskoðaður.Nýtt þing Búast má við miklum breytingum innan franska þingheimsins í kjölfar niðurstöðu kosninga. Bandalag íhaldsmanna með Rebúblikana fremsta í fylkingu gæti myndað minnihluta með um 130 þingsætum. Sosíalistar, sem setið hafa við völd síðastliðinn fimm ár, hlutu mikinn ósigur í kosningunum og náðu rúmlega 40 sætum. Leiðtogi Sosíalistahreyfingarinnar, Jean- Claude Cambadélis, tilkynnti í kjölfarið að hann hyggðist setjast í helgan stein. Hann kvatti vinstri menn að sama skapi að endurskoða gildi sín fyrir næstu kosningar. Fyrrum forsetaframbjóðandinn og leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fékk þingsæti í fyrsta sinn. Hún lagði áherslu á að málefni Macrons og meirihlutans væru ekki allra. Frakkar myndu ekki sætta sig við hans hugmyndafræði sem myndi veikja þjóðina. Alls fékk franska Þjóðfylkingin átta þingsæti. Tengdar fréttir Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. 18. júní 2017 19:30 Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag. 18. júní 2017 18:13 Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna. 18. júní 2017 12:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. Þar af fékk flokkur Macron 308 þingsæti. Kjörspár höfðu þó gert ráð fyrir stærri sigri. Hjáseta í þingkosningunum var nokkuð mikil í ár eða 57,4 prósent. Kjörsókn var því nokkuð minni en fyrir fimm árum. Niðurstöður kosninganna má sjá í frétt Le Monde.Stór sigur Þetta er mikill sigur fyrir tiltölulega nýstofnaðan flokk Macron en flokkurinn er rúmlega árs gamall. Margir af þeim sem buðu sig fram fyrir flokkinn hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum. Því er þingið skipað að miklu leyti skipað nýjum einstaklingum. Macron hefur því sterka stöðu innan innan nýja þingsins og gerir honum kleift að leggja áherslu á umbótamálefni sín. Hann má því búast við miklum stuðningi. Macron og meirihluti hans leggur áherslu á sparnaðaráætlun til fimm ára. BBC greinir frá umbótaáætlun Macrons. Reynt verður að spara um 60 milljarða evra á þeim tíma. Einnig verður ríkisstarfsmönnum fækkað um 120 þúsund og vinnumarkaðurinn verður endurskoðaður.Nýtt þing Búast má við miklum breytingum innan franska þingheimsins í kjölfar niðurstöðu kosninga. Bandalag íhaldsmanna með Rebúblikana fremsta í fylkingu gæti myndað minnihluta með um 130 þingsætum. Sosíalistar, sem setið hafa við völd síðastliðinn fimm ár, hlutu mikinn ósigur í kosningunum og náðu rúmlega 40 sætum. Leiðtogi Sosíalistahreyfingarinnar, Jean- Claude Cambadélis, tilkynnti í kjölfarið að hann hyggðist setjast í helgan stein. Hann kvatti vinstri menn að sama skapi að endurskoða gildi sín fyrir næstu kosningar. Fyrrum forsetaframbjóðandinn og leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fékk þingsæti í fyrsta sinn. Hún lagði áherslu á að málefni Macrons og meirihlutans væru ekki allra. Frakkar myndu ekki sætta sig við hans hugmyndafræði sem myndi veikja þjóðina. Alls fékk franska Þjóðfylkingin átta þingsæti.
Tengdar fréttir Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. 18. júní 2017 19:30 Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag. 18. júní 2017 18:13 Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna. 18. júní 2017 12:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. 18. júní 2017 19:30
Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag. 18. júní 2017 18:13
Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna. 18. júní 2017 12:31