Eriksen hetja Tottenham á Selhurst Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2017 21:00 Eriksen fagnar marki sínu. vísir/getty Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn. Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur. Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn. Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur. Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti