Eriksen hetja Tottenham á Selhurst Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2017 21:00 Eriksen fagnar marki sínu. vísir/getty Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn. Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur. Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld. Christian Eriksen skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig, lét vaða og inn fór boltinn. Tottenham og Chelsea hafa bæði leikið 34 leiki og eiga því fjóra leiki eftir í vetur. Palace er í 12. sæti deildarinnar með 38 stig.20:55: Leik lokið á Selhurst Park. Baráttusigur hjá Tottenham.20:40: Leik lokið á Emirates og Riverside. 1-0 sigrar hjá Arsenal og Boro.20:34: MARK!!! Christian Eriksen kemur Spurs yfir! Fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða. Mikilvægt mark.20:28: MARK!!! Arsenal er komið yfir! Robert Huth með sjálfsmark. Nacho Monreal á skot sem fer af Þjóðverjanum og í netið.20:21: Staðan er enn markalaus á Emirates. Þá geta strákarnir hans Wengers nánast kvatt Meistaradeildarsætið.20:14: Walker með góða fyrirgjöf en Alli hittir ekki markið úr dauðafæri!20:12: Sakho virðist illa meiddur og er borinn af velli. Áfall fyrir Palace. Stóri Sam er þungt hugsi á hliðarlínunni. Sakho virtist festa takkanna í grasinu og hnéð fór í undarlega stöðu. Damian Delaney kemur inn á fyrir Sakho.19:48: Seinni hálfleikurinn er hafinn á Riverside og Emirates.19:46: Fyrri hálfleiknum á Selhurst Park er lokið. Staðan markalaus. Tottenham þarf að gera betur í seinni hálfleiknum.19:34: Alexis Sánchez á skot í slá rétt áður en flautað er til hálfleiks á Emirates. Það er einnig kominn hálfleikur á Riverside. Það er aðeins eitt mark komið í leikjunum þremur. Það gerði De Roon fyrir Boro gegn Sunderland.19:27: Enn markalaust á Emirates og Selhurst Park.19:00: Leikurinn á Selhurst Park er hafinn!18:54: MARK!!! Marten De Roon kemur Boro yfir í grannaslagnum gegn Sunderland. Frábær byrjun hjá heimamönnum.18:45: Það er búið að flauta til leiks á Riverside og Emirates!18:35: Tottenham getur minnkað forskot toppliðs Chelsea niður í þrjú stig með sigri á Selhurst Park. Geri Spurs-menn það ekki er nánast hægt að afhenda Chelsea bikarinn.18:20: Steve Agnew gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Cristhian Stuani og Adam Forshaw koma inn fyrir Gastón Ramírez og Antonio Barragán. David Moyes teflir hins vegar fram óbreyttu byrjunarliði.18:17: Arsene Wenger gerir fjórar breytingar frá bikarsigrinum á Manchester City á sunnudaginn. Héctor Bellerín, Francis Coquelin, Kieran Gibbs og Theo Walcott koma inn fyrir Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlin, Aaron Ramsey og Olivier Giroud. Craig Shakespeare lætur eina breytingu duga. Danny Drinkwater kemur inn fyrir Andy King.18:15: Tottenham sækir sjóðheitt lið Crystal Palace heim. Mauricio Pochettino gerir tvær breytingu á byrjunarliði Tottenham frá bikarleiknum gegn Chelsea á laugardaginn. Kyle Walker og Ben Davies koma inn fyrir Kieran Trippier og Son Heung-Min. Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar frá sigrinum á Liverpool á sunnudaginn. Mamadou Sakho og James McArthur koma inn fyrir James Tomkins og Yohan Cabaye.18:15: Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá gangi mála í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira