„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 23:29 Trump hefur ítrekað kallað Kim Jong Un litla eldflaugamanninn. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti. Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“ Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.Presidents and their administrations have been talking to North Korea for 25 years, agreements made and massive amounts of money paid......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 ...hasn't worked, agreements violated before the ink was dry, makings fools of U.S. negotiators. Sorry, but only one thing will work!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Tengdar fréttir Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína 28. september 2017 15:11 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti. Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“ Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.Presidents and their administrations have been talking to North Korea for 25 years, agreements made and massive amounts of money paid......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 ...hasn't worked, agreements violated before the ink was dry, makings fools of U.S. negotiators. Sorry, but only one thing will work!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017
Tengdar fréttir Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína 28. september 2017 15:11 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00