Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2017 06:00 Trump fundaði með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira