John Cross: Fullkomin niðurlæging fyrir England Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 23:42 Kyle Walker og félagar eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30