Velja bestu lið United og Liverpool sem þeir mættu á ferlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 08:30 Þessir spiluðu nokkra leiki á móti hvorum öðrum. mynd/sky sports Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Stórleikur umferðarinnar fer fram á mánudagskvöldið þegar erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eigast við á Anfield. Sky Sports er búið að vera með mikla upphitun fyrir leikinn alla vikuna en kvöldið kalla þeir Rauða mánudaginn vegna hatursins á milli liðanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, starfa í dag saman í þættinum Monday Night Football þar sem þeir fara yfir ensku úrvalsdeildina. Þeir voru fengnir til að velja bestu leikmenn Liverpool og United í hverri stöðu sem þeir mættu á sínum ferli í úrvalsdeildinni og búa þannig til ellefu manna lið.Besta United-liðið að mati Carragher: Peter Schmeichel; Gary Neville, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra; Cristiano Ronaldo, Roy Keane, Paul Scholes, Ryan Giggs; Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy.mynd/sky sports„Peter Schmeichel er besti markvörðurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni og kannski einn sá besti frá upphafi. Hann var allavega sá besti þegar ég spilaði og því er hann í liðinu,“ segir Carragher um danska markvörðinn. „Þessi varnarlína í kringum 2007/2008 er ein sú besta sem við höfum séð í Evrópu. Saman komst hún í nokkra úrslitaleik Meistaradeildarinnar í röð og þetta miðvarðapar var klárlega það besta á þessum tíma,“ segir Carragher.Liverpool-liðið að mati Gary Neville: Pepe Reina; Marcus Babbel, Stephen Henchoz, Sami Hyypia, Jamie Carragher; Steven Gerrard, Javier Mascherarno, Xabi Alonso, John Barnes; Michael Owen, Ferando Torres.mynd/sky sports„Ef ég á að vera heiðarlegur hefur Liverpool aldrei verið með markvörð sem mér hefur fundist neitt sérstakur en ég vel Reina,“ segir Gary Neville um spænska markvörðinn en sóknarparið er ansi sterkt. „Þessir tveir voru eldfljótir. Owen var rafmagnaður í tvö til þrjú ár með Liverpool, sérstaklega þegar hann spilaði úti vinstra megin á móti mér. Torres fannst mér heimsklassa leikmaður og á 2-3 ára tímabili með Liverpool var hann einn besti framherji heims,“ segir Gary Neville.Alla úttekina má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Stórleikur umferðarinnar fer fram á mánudagskvöldið þegar erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eigast við á Anfield. Sky Sports er búið að vera með mikla upphitun fyrir leikinn alla vikuna en kvöldið kalla þeir Rauða mánudaginn vegna hatursins á milli liðanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, starfa í dag saman í þættinum Monday Night Football þar sem þeir fara yfir ensku úrvalsdeildina. Þeir voru fengnir til að velja bestu leikmenn Liverpool og United í hverri stöðu sem þeir mættu á sínum ferli í úrvalsdeildinni og búa þannig til ellefu manna lið.Besta United-liðið að mati Carragher: Peter Schmeichel; Gary Neville, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra; Cristiano Ronaldo, Roy Keane, Paul Scholes, Ryan Giggs; Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy.mynd/sky sports„Peter Schmeichel er besti markvörðurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni og kannski einn sá besti frá upphafi. Hann var allavega sá besti þegar ég spilaði og því er hann í liðinu,“ segir Carragher um danska markvörðinn. „Þessi varnarlína í kringum 2007/2008 er ein sú besta sem við höfum séð í Evrópu. Saman komst hún í nokkra úrslitaleik Meistaradeildarinnar í röð og þetta miðvarðapar var klárlega það besta á þessum tíma,“ segir Carragher.Liverpool-liðið að mati Gary Neville: Pepe Reina; Marcus Babbel, Stephen Henchoz, Sami Hyypia, Jamie Carragher; Steven Gerrard, Javier Mascherarno, Xabi Alonso, John Barnes; Michael Owen, Ferando Torres.mynd/sky sports„Ef ég á að vera heiðarlegur hefur Liverpool aldrei verið með markvörð sem mér hefur fundist neitt sérstakur en ég vel Reina,“ segir Gary Neville um spænska markvörðinn en sóknarparið er ansi sterkt. „Þessir tveir voru eldfljótir. Owen var rafmagnaður í tvö til þrjú ár með Liverpool, sérstaklega þegar hann spilaði úti vinstra megin á móti mér. Torres fannst mér heimsklassa leikmaður og á 2-3 ára tímabili með Liverpool var hann einn besti framherji heims,“ segir Gary Neville.Alla úttekina má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira