Erlent

Salah Abdeslam framseldur til Frakklands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu.
Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu. Vísir/AFP
Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, og handsamaður var í Belgíu um miðjan mánuðinn verður framseldur til Frakklands.

Dómari í Brussel samþykkti í dag framsal Abdeslam en í yfirvöld í Frakklandi lögðu mikla áherslu á fá hann til sín svo yfirheyra mætti hann vegna þáttöku hans í hryðjuverkunum í París. Belgísk og frönsk yfirvöld munu nú ræða sín á milli hvernig Abdeslam verður færður til Frakklands.

Salah Abdeslam var um tíma eftirsóttasti flóttamaður heimsins.Vísir/Getty
Alls óvíst er þó hvenær af framsalinu verður enda vilja belgísk yfirvöld einnig yfirheyra hann í tengslum við hryðjuverkin í Brussel sem framin voru aðeins fjórum dögum eftir að Abdeslam var handtekinn. Talið er að hryðjuverkin í París og Brussel hafi verið framin af hryðjuverkahópum með innbyrðis tengsl sín á milli.

Fljótlega eftir handtöku Abdeslam var greint frá því að hann hann myndi berjast gegn því að verða framseldur til Frakklands en saksóknarar í Brussel segja að hann starfi nú með lögreglu og sé fús til þess að fara til Frakklands.

Óvíst er hvernig Abdeslam tengist hryðjuverkunum í París en hann hefur þó verið formlega ákærður fyrir þáttöku sína í þeim. Líklegt þykir að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum en guggnað og flúið til Belgíu þar sem hann var handtekinn eftir fjóra mánuði á flótta.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.