Guardiola hafði betur í fyrsta nágrannaslagnum | Sjáðu öll mörk gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 11:00 De Bruyne fagnar marki sínu í nágrannaslagnum en hann átti frábæran dag. Vísir/Getty Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester: Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester:
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15
Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30
Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45
Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00
Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00