Guardiola hafði betur í fyrsta nágrannaslagnum | Sjáðu öll mörk gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 11:00 De Bruyne fagnar marki sínu í nágrannaslagnum en hann átti frábæran dag. Vísir/Getty Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester: Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester:
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15
Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30
Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45
Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00
Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00