Enski boltinn

Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli

Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma.

Petr Cech varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 18. mínútu þegar aukaspyrna Dusan Tadic fór af slánni, í bakið á Cech og í netið.

Tíu mínútum síðar jafnaði Koscielny metin með stórkostlegri bakfallsspyrnu af stuttu færi eftir skalla nýjasta framherja Arsenal, Lucas Perez.

Arsene Wenger sendi þá Olivier Giroud, Alexis Sanchez og Alex Iwobi inná í seinni hálfleik í von um sigurmark og uppskar loksins mark í uppbótartíma.

Fengu Skytturnar vítaspyrnu dæmda á 90. mínútu leiksins og var það Santi Cazorla sem tryggði Arsenal sigurinn.

Með sigrinum fer Arsenal upp í fimmta sæti, fimm stigum á eftir Manchester City í toppsætinu, þegar fjórar umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×