Sex mismunandi leikmenn hafa skorað sigurmark fyrir Leicester á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 18:30 Shinji Okazaki fagnar í gær. Vísir/Getty Það hafa verið nóg af hetjum í liði Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á þessu ótrúlega tímabili og ein til viðbótar bættist í hópinn í 1-0 sigri Leicester liðsins á Newcastle í gær. Japaninn Shinji Okazaki tryggði Leicester þá sigurinn með eina marki leiksins en það færði Leicester einnig fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins átta umferðir eru eftir. Það er stór hluti að ævintýri Leicester í vetur að alltaf virðist vera komið að nýjum leikmanni til að stíga fram og tryggja liðinu mikilvægan sigur. Shinji Okazaki varð nefnilega í gær sjötti mismundandi leikmaður Leicester-liðsins til þess að skora sigurmark, það er mark sem breytir jafntefli í sigur. Shinji Okazaki bættist þarna í hóp með þeim Nathan Dyer, Jamie Vardy, Robert Huth, Leonardo Ulloa og Riyad Mahrez sem hafa allir skorað sigurmark þar af fjórir þeirra tryggt liðinu 1-0 sigur eins og Okazaki gerði í gærkvöldi. Leikmennirnir koma líka frá mismunandi þjóðum. Það eru reyndar tveir Englendingar í þessum sex manna hóp en svo einnig Þjóðverji, Alsíringur, Argentínumaður og Japani.Sigurmörk Leicester City í ensku úrvalsdeildinni 2015-16: Nathan Dyer á 89. mínútu í 3-2 sigri á Aston Villa (13. september) Jamie Vardy á 60. mínútu í 1-0 sigri á Crystal Palace (24. október) Robert Huth á 83. mínútu í 1-0 sigri á Tottenhma (13. janúar) Leonardo Ulloa á 89. mínútu í 1-0 sigri á Norwich City (27. febrúar) Riyad Mahrez á 56. mínútu í 1-0 sigri á Watford (5. mars) Shinji Okazaki á 25. mínútu á 1-0 sigri á Newcastle (14. mars) Sjöundi leikmaður til að skora sigurmark fyrir var Andy King sem tryggði liðinu 2-1 sigur á West Ham United í enska deildabikarnum í september.Hér fyrir neðan má sjá þrjú af þessum sigurmörkum. Enski boltinn Tengdar fréttir Súper mark Okazaki færði Leicester skrefi nær titlinum | Sjáðu markið Rafael Benítez tapaði í frumrauninni með Newcastle gegn toppliði Leicester. 14. mars 2016 21:45 70 prósent líkur á því að Leicester vinni Englandsmeistaratitilinn Leicester City steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum þegar liðið vann Newcastle í gær og náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 15. mars 2016 09:30 Ranieri: Arsenal og Man. City geta ennþá unnið titilinn Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri toppliðs Leicester City, lítur ekki á það þannig að Leicester og Tottenham muni berjast um enska meistaratitilinn í átta síðustu umferðunum. Hann telur að bæði Arsenal og Manchester City séu enn með í baráttunni. 15. mars 2016 10:30 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Það hafa verið nóg af hetjum í liði Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á þessu ótrúlega tímabili og ein til viðbótar bættist í hópinn í 1-0 sigri Leicester liðsins á Newcastle í gær. Japaninn Shinji Okazaki tryggði Leicester þá sigurinn með eina marki leiksins en það færði Leicester einnig fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins átta umferðir eru eftir. Það er stór hluti að ævintýri Leicester í vetur að alltaf virðist vera komið að nýjum leikmanni til að stíga fram og tryggja liðinu mikilvægan sigur. Shinji Okazaki varð nefnilega í gær sjötti mismundandi leikmaður Leicester-liðsins til þess að skora sigurmark, það er mark sem breytir jafntefli í sigur. Shinji Okazaki bættist þarna í hóp með þeim Nathan Dyer, Jamie Vardy, Robert Huth, Leonardo Ulloa og Riyad Mahrez sem hafa allir skorað sigurmark þar af fjórir þeirra tryggt liðinu 1-0 sigur eins og Okazaki gerði í gærkvöldi. Leikmennirnir koma líka frá mismunandi þjóðum. Það eru reyndar tveir Englendingar í þessum sex manna hóp en svo einnig Þjóðverji, Alsíringur, Argentínumaður og Japani.Sigurmörk Leicester City í ensku úrvalsdeildinni 2015-16: Nathan Dyer á 89. mínútu í 3-2 sigri á Aston Villa (13. september) Jamie Vardy á 60. mínútu í 1-0 sigri á Crystal Palace (24. október) Robert Huth á 83. mínútu í 1-0 sigri á Tottenhma (13. janúar) Leonardo Ulloa á 89. mínútu í 1-0 sigri á Norwich City (27. febrúar) Riyad Mahrez á 56. mínútu í 1-0 sigri á Watford (5. mars) Shinji Okazaki á 25. mínútu á 1-0 sigri á Newcastle (14. mars) Sjöundi leikmaður til að skora sigurmark fyrir var Andy King sem tryggði liðinu 2-1 sigur á West Ham United í enska deildabikarnum í september.Hér fyrir neðan má sjá þrjú af þessum sigurmörkum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Súper mark Okazaki færði Leicester skrefi nær titlinum | Sjáðu markið Rafael Benítez tapaði í frumrauninni með Newcastle gegn toppliði Leicester. 14. mars 2016 21:45 70 prósent líkur á því að Leicester vinni Englandsmeistaratitilinn Leicester City steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum þegar liðið vann Newcastle í gær og náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 15. mars 2016 09:30 Ranieri: Arsenal og Man. City geta ennþá unnið titilinn Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri toppliðs Leicester City, lítur ekki á það þannig að Leicester og Tottenham muni berjast um enska meistaratitilinn í átta síðustu umferðunum. Hann telur að bæði Arsenal og Manchester City séu enn með í baráttunni. 15. mars 2016 10:30 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Súper mark Okazaki færði Leicester skrefi nær titlinum | Sjáðu markið Rafael Benítez tapaði í frumrauninni með Newcastle gegn toppliði Leicester. 14. mars 2016 21:45
70 prósent líkur á því að Leicester vinni Englandsmeistaratitilinn Leicester City steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum þegar liðið vann Newcastle í gær og náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 15. mars 2016 09:30
Ranieri: Arsenal og Man. City geta ennþá unnið titilinn Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri toppliðs Leicester City, lítur ekki á það þannig að Leicester og Tottenham muni berjast um enska meistaratitilinn í átta síðustu umferðunum. Hann telur að bæði Arsenal og Manchester City séu enn með í baráttunni. 15. mars 2016 10:30
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn