Segir að enginn megi vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs hjá Swansea Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Swansea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 fyrir gestina frá Lundúnum fiskaði Gylfi Þór vítaspyrnu með miklum dugnaði og skoraði úr henni sjálfur framhjá Thibaut Cortois, belgíska landsliðsmarkverðinum hjá Chelsea.Gylfi fær sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Wales Online fyrir frammistöðu sína, einum minna en markvörðurinn Lukasz Fabianski sem hafði nóg að gera og stóð sig vel þrátt fyrir að hirða boltann tvívegis úr netinu. „Hann gerði sitt besta til að hafa áhrif á leikinn og virtist eini maðurinn sem gat tengt spil liðsins áður en hann fiskaði svo víti sem skipti miklu máli,“ segir í umsögn um frammistöðu Gylfa Þórs.Gylfi Þór dansar framhjá Oscari í leiknum gegn Chelsea.vísir/gettySlær met Hafnfirðingurinn er aðalmaðurinn hjá Swansea en hann kaus að gera nýjan fjögurra ára samning við velska liðið þrátt fyrir ríflega 20 milljóna punda tilboð Everton í sumar. Með markinu í gær varð Gylfi að markahæsta leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Fílabeinsstrendinginn Wilfried Bony með sínu 26. marki fyrir Swansea en að skora svona mikið af miðjunni er mikið afrek. Á eftir Bony með 25 mörk er svo spænski framherjinn Michu með 20 mörk. „Gylfi Sigurðsson setur met“ er eitt af því sem Wales Online skrifar þegar fimm atriði um leikinn eru tekin saman. Þar segir að markið sem Gylfi skoraði hafi ekki verið eitt af hans flottustu en að hann hafi verið ískaldur á punktinum. Gert er mikið úr mikilvægi Gylfa hjá Swansea sem hélt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni nánast einn síns liðs eftir áramót með níu mörkum. „Hann var allstaðar enn á ný fyrir Swansea-liðið aðeins skömmu eftir að hann lýsti því yfir hversu miklu máli það skiptir hann að vera hluti af þessu verkefni á Liberty-vellinum. Það skal enginn nokkurn tíma vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs,“ er skrifað um íslenska landsliðsmanninn. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25 Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Swansea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 fyrir gestina frá Lundúnum fiskaði Gylfi Þór vítaspyrnu með miklum dugnaði og skoraði úr henni sjálfur framhjá Thibaut Cortois, belgíska landsliðsmarkverðinum hjá Chelsea.Gylfi fær sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Wales Online fyrir frammistöðu sína, einum minna en markvörðurinn Lukasz Fabianski sem hafði nóg að gera og stóð sig vel þrátt fyrir að hirða boltann tvívegis úr netinu. „Hann gerði sitt besta til að hafa áhrif á leikinn og virtist eini maðurinn sem gat tengt spil liðsins áður en hann fiskaði svo víti sem skipti miklu máli,“ segir í umsögn um frammistöðu Gylfa Þórs.Gylfi Þór dansar framhjá Oscari í leiknum gegn Chelsea.vísir/gettySlær met Hafnfirðingurinn er aðalmaðurinn hjá Swansea en hann kaus að gera nýjan fjögurra ára samning við velska liðið þrátt fyrir ríflega 20 milljóna punda tilboð Everton í sumar. Með markinu í gær varð Gylfi að markahæsta leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Fílabeinsstrendinginn Wilfried Bony með sínu 26. marki fyrir Swansea en að skora svona mikið af miðjunni er mikið afrek. Á eftir Bony með 25 mörk er svo spænski framherjinn Michu með 20 mörk. „Gylfi Sigurðsson setur met“ er eitt af því sem Wales Online skrifar þegar fimm atriði um leikinn eru tekin saman. Þar segir að markið sem Gylfi skoraði hafi ekki verið eitt af hans flottustu en að hann hafi verið ískaldur á punktinum. Gert er mikið úr mikilvægi Gylfa hjá Swansea sem hélt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni nánast einn síns liðs eftir áramót með níu mörkum. „Hann var allstaðar enn á ný fyrir Swansea-liðið aðeins skömmu eftir að hann lýsti því yfir hversu miklu máli það skiptir hann að vera hluti af þessu verkefni á Liberty-vellinum. Það skal enginn nokkurn tíma vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs,“ er skrifað um íslenska landsliðsmanninn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25 Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25
Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00