Segir að enginn megi vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs hjá Swansea Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Swansea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 fyrir gestina frá Lundúnum fiskaði Gylfi Þór vítaspyrnu með miklum dugnaði og skoraði úr henni sjálfur framhjá Thibaut Cortois, belgíska landsliðsmarkverðinum hjá Chelsea.Gylfi fær sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Wales Online fyrir frammistöðu sína, einum minna en markvörðurinn Lukasz Fabianski sem hafði nóg að gera og stóð sig vel þrátt fyrir að hirða boltann tvívegis úr netinu. „Hann gerði sitt besta til að hafa áhrif á leikinn og virtist eini maðurinn sem gat tengt spil liðsins áður en hann fiskaði svo víti sem skipti miklu máli,“ segir í umsögn um frammistöðu Gylfa Þórs.Gylfi Þór dansar framhjá Oscari í leiknum gegn Chelsea.vísir/gettySlær met Hafnfirðingurinn er aðalmaðurinn hjá Swansea en hann kaus að gera nýjan fjögurra ára samning við velska liðið þrátt fyrir ríflega 20 milljóna punda tilboð Everton í sumar. Með markinu í gær varð Gylfi að markahæsta leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Fílabeinsstrendinginn Wilfried Bony með sínu 26. marki fyrir Swansea en að skora svona mikið af miðjunni er mikið afrek. Á eftir Bony með 25 mörk er svo spænski framherjinn Michu með 20 mörk. „Gylfi Sigurðsson setur met“ er eitt af því sem Wales Online skrifar þegar fimm atriði um leikinn eru tekin saman. Þar segir að markið sem Gylfi skoraði hafi ekki verið eitt af hans flottustu en að hann hafi verið ískaldur á punktinum. Gert er mikið úr mikilvægi Gylfa hjá Swansea sem hélt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni nánast einn síns liðs eftir áramót með níu mörkum. „Hann var allstaðar enn á ný fyrir Swansea-liðið aðeins skömmu eftir að hann lýsti því yfir hversu miklu máli það skiptir hann að vera hluti af þessu verkefni á Liberty-vellinum. Það skal enginn nokkurn tíma vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs,“ er skrifað um íslenska landsliðsmanninn. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25 Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu hjá Swansea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í stöðunni 1-0 fyrir gestina frá Lundúnum fiskaði Gylfi Þór vítaspyrnu með miklum dugnaði og skoraði úr henni sjálfur framhjá Thibaut Cortois, belgíska landsliðsmarkverðinum hjá Chelsea.Gylfi fær sjö í einkunn hjá staðarblaðinu Wales Online fyrir frammistöðu sína, einum minna en markvörðurinn Lukasz Fabianski sem hafði nóg að gera og stóð sig vel þrátt fyrir að hirða boltann tvívegis úr netinu. „Hann gerði sitt besta til að hafa áhrif á leikinn og virtist eini maðurinn sem gat tengt spil liðsins áður en hann fiskaði svo víti sem skipti miklu máli,“ segir í umsögn um frammistöðu Gylfa Þórs.Gylfi Þór dansar framhjá Oscari í leiknum gegn Chelsea.vísir/gettySlær met Hafnfirðingurinn er aðalmaðurinn hjá Swansea en hann kaus að gera nýjan fjögurra ára samning við velska liðið þrátt fyrir ríflega 20 milljóna punda tilboð Everton í sumar. Með markinu í gær varð Gylfi að markahæsta leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Fílabeinsstrendinginn Wilfried Bony með sínu 26. marki fyrir Swansea en að skora svona mikið af miðjunni er mikið afrek. Á eftir Bony með 25 mörk er svo spænski framherjinn Michu með 20 mörk. „Gylfi Sigurðsson setur met“ er eitt af því sem Wales Online skrifar þegar fimm atriði um leikinn eru tekin saman. Þar segir að markið sem Gylfi skoraði hafi ekki verið eitt af hans flottustu en að hann hafi verið ískaldur á punktinum. Gert er mikið úr mikilvægi Gylfa hjá Swansea sem hélt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni nánast einn síns liðs eftir áramót með níu mörkum. „Hann var allstaðar enn á ný fyrir Swansea-liðið aðeins skömmu eftir að hann lýsti því yfir hversu miklu máli það skiptir hann að vera hluti af þessu verkefni á Liberty-vellinum. Það skal enginn nokkurn tíma vanmeta mikilvægi Gylfa Þórs,“ er skrifað um íslenska landsliðsmanninn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25 Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur. 11. september 2016 16:25
Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea Gylfi Þór kom Swansea aftur inn í leikinn í í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsta jafntefli Chelsea í vetur eftir þrjá sigurleiki í röð í upphafi. 11. september 2016 17:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn