Enski boltinn

Gylfi á skotskónum í jafntefli gegn Chelsea

Diego Costa fagnar marki sínu.
Diego Costa fagnar marki sínu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Swansea í stórskemmtilegu 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa krækt sjálfur í vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Diego Costa sem hefur reynst Swansea erfiður í gegn um tíðina kom Chelsea yfir á 18. mínútu er hann lagði boltann í netið af vítateigslínunni eftir sendingu frá Oscar.

Leiddu gestirnir í hálfleik en Gylfi var fljótur að jafna metin í seinni hálfleik. Krækti hann í vítaspyrnu þegar Thibaut Courtois fellti hann innan vítateigsins og steig hann sjálfur á punktinn til að jafna.

Með því varð Gylfi markahæsti leikmaður Swansea í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann tók með markinu fram úr Wilfried Bony.

Stuttu síðar kom Leroy Fer Swansea yfir þegar hann vann boltann af Gary Cahill og kom boltanum framhjá Courtois en sennilega hefði verið rétt að dæma brot á Fer í aðdraganda marksins.

Costa náði að jafna á ný fyrir Chelsea með frábærri bakfallsspyrnu á 81. mínútu og voru lokamínúturnar því æsispennandi. Chelsea fékk nokkur færi til að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að bæta við þriðja markinu og skyldu liðin því jöfn.

Var þetta fyrsta jafntefli Chelsea á tímabilinu sem eftir þrjá sigra í röð í fyrstu leikjunum en Swansea er í 13. sæti með 4 stig að fjórum umferðum loknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×