Enski boltinn

Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Markvörður Chelsea braut á Gylfa innan vítateigsins og sendi hann á vítapunktinn.
Markvörður Chelsea braut á Gylfa innan vítateigsins og sendi hann á vítapunktinn. Vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni með marki sínu gegn Chelsea á heimavelli en Gylfi skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt í vítaspyrnuna sjálfur.

Var þetta mark númer 26. hjá Gylfa í treyju Swansea í 83. leikjum en með þessu marki skaust hann fram úr Wilfried Bony, framherja Stoke, í efsta sæti listans.

Var þetta fyrsta mark tímabilsins hjá Gylfa í fjórða leiknum og annað árið í röð sem hann skorar á heimavelli gegn Chelsea. Hefur hann alls skorað þrjú mörk á ferlinum gegn Chelsea, tvö með Swansea og eitt með Tottenham.

Leroy Fer kom Swansea yfir stuttu síðar en hægt er að fylgjast með leiknum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×