Enski boltinn

Sérfræðingur ESPN: Án Gylfa væri Swansea sennilega fallið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur verið allt í öllu hjá Swansea á tímabilinu.
Gylfi hefur verið allt í öllu hjá Swansea á tímabilinu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er ljósið í myrkrinu hjá Swansea City og án hans væri liðið nánast fallið. Þetta segir Max Hicks í áramótauppgjöri ESPN á ensku úrvalsdeildinni.

Í dag birtist á vefsíðu ESPN einkunnaspjald fyrir öll liðin í ensku úrvalsdeildinni. Liðunum 20 er þar gefin einkunn fyrir frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu.

Swansea fær F í kladdann, eða sannkallaða falleinkunn. Jákvæðu punktarnir hjá liðinu eru fáir, miklu færri en þeir neikvæðu.

Gylfi hefur skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.vísir/getty
Hicks fer þó lofsamlegum orðum um Gylfa sem er að hans mati stjörnuleikmaðurinn í liði Swansea.

Í umsögninni um Gylfa segir Hicks að það virðist ekki breyta neinu hversu illa liðsfélagar Íslendingsins spili, hann standi alltaf fyrir sínu. Hicks segir jafnframt að Gylfi hafi átt það til að týnast í leikjum á meðan Garry Monk var knattspyrnustjóri liðsins. En eftir að Monk var rekinn hafi íslenski landsliðsmaðurinn verið frábær.

Hicks segir að Gylfi fari fremstur í flokki þegar Swansea pressar og sé sískapandi í sókninni. Gylfi hefur skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að helmingi marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Að mati Hicks væri Swansea sennilega fallið ef ekki væri fyrir Gylfa. Hann segir jafnframt að svo lengi sem Gylfi haldist heill eigi Swansea möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Einkunnaspjald Swansea má skoða með því að smella hér.

Swansea er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Gylfi og félagar taka á móti West Ham United á öðrum degi jóla.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins

Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru útnefnd knattspyrnufólk ársins af leikmannavali KSÍ, en kjörið var birt í gær. Þetta er í þrettánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er útnefnd.

Ísmaðurinn Gylfi stendur undir nafni

Eins og nánast allir Íslendingar sem hafa spilað á Englandi hefur Gylfi Þór Sigurðsson fengið viðurnefnið The Ice-man, eða Ísmaðurinn.

Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum

Gylfi Þór Sigurðsson er maðurinn á bak við tvo heimasigra Swansea í röð, lífsnauðsynlega sigra í fallbaráttunni. Gylfi var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Sunderland. Hann hefur blómstrað eftir að bandaríski knattspyrnustjórinn Bob Bradley færði hann framar á völlinn.

Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár

Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016. Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eiga enn þrjú ár í þrítugsafmælið en eru samt elstu menn á topp tíu listanum í ár.

Gylfi og félagar við botninn | Sjáðu mörkin

Áfram heldur að ganga illa hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea sem eru nú komnir við botn ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 tap gegn Middlesbrough.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×