Enski boltinn

Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalmaðurinn á Liberty vellinum.
Aðalmaðurinn á Liberty vellinum. vísir/getty
Sérfræðingar ESPN völdu Gylfa Þór Sigurðsson í lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi átti flottan leik þegar Swansea City skellti Sunderland, 3-0, á heimavelli á laugardaginn.

Gylfi skoraði fyrsta mark Swansea úr vítaspyrnu og lagði svo annað markið upp fyrir Fernando Llorente. Spænski framherjinn skoraði svo öðru sinni 10 mínútum fyrir leikslok.

Gylfi hefur skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í 15 deildarleikjum á tímabilinu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur því komið með beinum hætti að 10 af 19 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Swansea á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar en auk Gylfa er markvörðurinn Lukasz Fabianski í liðinu.

Manchester United, Watford og Leicester City eiga einnig tvo leikmenn í liði umferðarinnar.

Lið 15. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar hjá ESPN:

Markvörður: Lukasz Fabianski (Swansea)

Vörn: Héctor Bellerín (Arsenal), Virgil Van Dijk (Southampton), Phil Jones (Man Utd), Jose Holebas (Watford)

Miðja: Andy King (Leicester), Henrikh Mkhitaryan (Man Utd), Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea)

Sókn: Stefano Okaka (Watford), Diego Costa (Chelsea), Jamie Vardy (Leicester)


Tengdar fréttir

Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum

Gylfi Þór Sigurðsson er maðurinn á bak við tvo heimasigra Swansea í röð, lífsnauðsynlega sigra í fallbaráttunni. Gylfi var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Sunderland. Hann hefur blómstrað eftir að bandaríski knattspyrnustjórinn Bob Bradley færði hann framar á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×