Íslenski boltinn

Gylfi Þór og Sara Björk knattspyrnufólk ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og Sara eru knattspyrnufólk ársins.
Gylfi og Sara eru knattspyrnufólk ársins. vísir/valli
Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru útnefnd knattspyrnufólk ársins af leikmannavali KSÍ, en kjörið var birt í gær. Þetta er í þrettánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er útnefnd.

Að kjörinu standa meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, en veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði karla og kvennamegin.

Gylfi Þór var efstur í kjörinu karlamegin, en hann var magnaður á frábæru íslensku knattspyrnuári. Ragnar Sigurðsson var í öðru og landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, var þriðji.

Hjá konunum var Sara Björk Gunnarsdóttir valin, en hún spilar með einu sterkasta liði heims, Wolfsburg, og er hluti af íslenska landsliðinu sem er á leið á EM næsta sumar. Harpa Þorsteinsdóttir var önnur og Dagný Brynjarsdóttir sú þriðja.

Nánar má lesa um útnefninguna á ksí.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×