Enginn yfir þrítugu í fyrsta sinn í 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 06:00 Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var valin íþróttamaður ársins í fyrra. mynd/hafliði breiðfjörð Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 61. sinn í Hörpu 29. desember næstkomandi en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Þriðja árið í röð er fullkomið jafnvægi á milli karla og kvenna á listanum, fimm af hvoru kyni fá þann heiður að vera meðal tíu besta íþróttafólks Íslands á þessu ári. Það sem vekur þó mesta athygli er að listinn er eingöngu skipaður íþróttafólki sem er 27 ára og yngra. Sex af tíu á listanum eru 25 ára eða yngri.Gerðist síðast 1983 Það eru liðin 33 ár síðan enginn á topp tíu listanum var búinn að halda upp á þrítugsafmælið en það gerðist síðasta árið 1983. Þrír á listanum í fyrra voru komnir yfir þrítugt og fjórir voru komnir á fertugsaldurinn á listanum árið 2013. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur tíu bestu íþróttamanna þjóðarinnar á árinu 2016 er aðeins 24,1 ár sem gerir þetta að yngsta topp tíu listanum í þrjá áratugi (23,9 árið 1986). Eygló Ósk Gústafsdóttir, ríkjandi Íþróttamaður ársins, er ein af þremur á listanum sem hafa hlotið útnefninguna en hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson (2013) og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson (2012).Sex líka á listanum í fyrra Eygló Ósk og Gylfi eru í hópi sex sem voru líka á listanum í fyrra en hin eru sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, knattspyrnufólkið Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir og svo frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir. Þrjú eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson og kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson. Reynsluboltar listans í ár eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Pálmarsson sem eru á listanum í sjötta sinn. Gylfi er nú á topp tíu listanum fimmta árið í röð. Sara Björk Gunnarsdóttir er nú tilnefnd í fimmta skiptið og er orðin sú knattspyrnukona sem oftast hefur verið á topp tíu listanum en Hrafnhildur Lúthersdóttir jafnar met sundkvenna með því að komast á listann í fjórða sinn.Besta lið og besti þjálfari Auk þess að kjósa Íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta er í fjórða sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og knattspyrnulandslið kvenna. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 verður lýst í hófi í Hörpu þann 29. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningarnar í ár:Íþróttamaður ársins Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar Martin Hermannsson, körfubolti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaLið ársins A-landslið karla í knattspyrnu A-landslið karla í körfubolta A-landslið kvenna í knattspyrnuÞjálfari ársins Dagur Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Heimir Hallgrímsson
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira