Eiður Smári á ekki lengur besta markaár Íslendings í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar 16. desember 2016 07:00 Gylfi Þór fagnar með Swansea. vísir/getty Árið 2016 er orðið einstakt meðal íslenskra atvinnumanna í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður höfum við Íslendingar átt annan eins markahrók í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í átta af tíu mánuðum ársins (met) og hefur nú skorað samtals 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Undanfarin fjórtán ár hefur einn leikmaður borið höfuð og herðar yfir aðra á listanum yfir flest mörk Íslendings á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni.Átti fjögur bestu markaárin Þrettán mörk Eiðs Smára frá árinu 2002 var það mesta sem Íslendingur hafði skorað í ensku úrvalsdeildinni á einu ári en Eiður átti líka árin í öðru til fjórða sæti. Fyrir 2016 voru fjögur bestu markaár Íslendinga fjögur ár Eiðs Smára Guðjohnsen með Chelsea-liðinu frá 2001 til 2004. Eiður Smári skoraði að minnsta kosti tíu mörk á þremur þeirra og alls 41 mark sem er magnaður árangur. Markamet Eiðs Smára á einu tímabili, 14 mörk í 32 leikjum tímabilið 2011 til 2012 lifði af ágang Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðasta tímabili, 11 mörk í 36 leikjum, en metið yfir besta markaárið er hinsvegar fallið. Hvort Gylfi ógni fyrrnefnda metinu það sem eftir lifir af þessu tímabili verður að koma í ljós.Þáttur í tuttugu mörkum í ár Gylfi gerði gott betur en að bæta markamet ársins því hann hefur einnig gefið sex stoðsendingar á árinu 2016 og er því fyrstur íslenskra knattspyrnumanna sem nær því að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu almanaksári.Eiður Smári fagnar í leik með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári kom á fljúgandi siglingu inn í árið 2002 eftir að hafa skorað fimm mörk í síðasta mánuði ársins 2001. Eiður Smári bætti við fimm mörkum í janúar 2002 og þetta eru einu samliggjandi mánuðirnir þar sem íslenskur leikmaður hefur náð að skora samanlagt tíu mörk. Eiður skoraði „bara“ fjögur mörk til viðbótar frá febrúar til nóvember árið 2002 en fór síðan aftur á flug í jólamánuðinum 2002 og skoraði þá fimm mörk. Eiður bætti þá eigið met frá árinu á undan þegar hann skoraði tíu mörk á árinu 2001.Allt fór í gang á nýju ári Gylfi kom aftur á móti „ískaldur“ inn í árið 2016 eftir að hafa hvorki skorað í nóvember né desember og aðeins samtals 2 mörk í 19 leikjum á tímabilinu fyrir áramót. Frammistaðan á nýju ári var aftur á móti frábær þar sem 9 mörk hans í 17 leikjum voru lykillinn að því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Gylfi var rólegur í fyrstu leikjum Swansea á núverandi tímabili en nýr knattspyrnustjóri félagsins færði hann framar á völlinn með frábærum árangri. Gylfi hefur síðan komið að 8 mörkum í síðustu 9 leikjum og ef Swansea bjargar sér annað árið í röð þá er það að stórum hluta til vegna framlags íslenska landsliðsmannsins.22 leikir eftir á tímabilinu Gylfi er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu 2016-17 en enn eru eftir þrír leikir á árinu 2016 og 19 til viðbótar á árinu 2017. Gylfi hefur því fullt af tækifærum til að bæta við mörkum. Það er gaman að geta rifjað upp magnaða frammistöðu Eiðs Smára í upphafi aldarinnar nú þegar við Íslendingar eigum aðra stjörnu í ensku úrvalsdeildinni. Það er allt í fína að vera svolítið montin af þeim báðum. Enski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Árið 2016 er orðið einstakt meðal íslenskra atvinnumanna í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður höfum við Íslendingar átt annan eins markahrók í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í átta af tíu mánuðum ársins (met) og hefur nú skorað samtals 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Undanfarin fjórtán ár hefur einn leikmaður borið höfuð og herðar yfir aðra á listanum yfir flest mörk Íslendings á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni.Átti fjögur bestu markaárin Þrettán mörk Eiðs Smára frá árinu 2002 var það mesta sem Íslendingur hafði skorað í ensku úrvalsdeildinni á einu ári en Eiður átti líka árin í öðru til fjórða sæti. Fyrir 2016 voru fjögur bestu markaár Íslendinga fjögur ár Eiðs Smára Guðjohnsen með Chelsea-liðinu frá 2001 til 2004. Eiður Smári skoraði að minnsta kosti tíu mörk á þremur þeirra og alls 41 mark sem er magnaður árangur. Markamet Eiðs Smára á einu tímabili, 14 mörk í 32 leikjum tímabilið 2011 til 2012 lifði af ágang Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðasta tímabili, 11 mörk í 36 leikjum, en metið yfir besta markaárið er hinsvegar fallið. Hvort Gylfi ógni fyrrnefnda metinu það sem eftir lifir af þessu tímabili verður að koma í ljós.Þáttur í tuttugu mörkum í ár Gylfi gerði gott betur en að bæta markamet ársins því hann hefur einnig gefið sex stoðsendingar á árinu 2016 og er því fyrstur íslenskra knattspyrnumanna sem nær því að koma með beinum hætti að tuttugu mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu almanaksári.Eiður Smári fagnar í leik með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári kom á fljúgandi siglingu inn í árið 2002 eftir að hafa skorað fimm mörk í síðasta mánuði ársins 2001. Eiður Smári bætti við fimm mörkum í janúar 2002 og þetta eru einu samliggjandi mánuðirnir þar sem íslenskur leikmaður hefur náð að skora samanlagt tíu mörk. Eiður skoraði „bara“ fjögur mörk til viðbótar frá febrúar til nóvember árið 2002 en fór síðan aftur á flug í jólamánuðinum 2002 og skoraði þá fimm mörk. Eiður bætti þá eigið met frá árinu á undan þegar hann skoraði tíu mörk á árinu 2001.Allt fór í gang á nýju ári Gylfi kom aftur á móti „ískaldur“ inn í árið 2016 eftir að hafa hvorki skorað í nóvember né desember og aðeins samtals 2 mörk í 19 leikjum á tímabilinu fyrir áramót. Frammistaðan á nýju ári var aftur á móti frábær þar sem 9 mörk hans í 17 leikjum voru lykillinn að því að Swansea hélt sæti sínu í úrvalsdeildinni. Gylfi var rólegur í fyrstu leikjum Swansea á núverandi tímabili en nýr knattspyrnustjóri félagsins færði hann framar á völlinn með frábærum árangri. Gylfi hefur síðan komið að 8 mörkum í síðustu 9 leikjum og ef Swansea bjargar sér annað árið í röð þá er það að stórum hluta til vegna framlags íslenska landsliðsmannsins.22 leikir eftir á tímabilinu Gylfi er kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu 2016-17 en enn eru eftir þrír leikir á árinu 2016 og 19 til viðbótar á árinu 2017. Gylfi hefur því fullt af tækifærum til að bæta við mörkum. Það er gaman að geta rifjað upp magnaða frammistöðu Eiðs Smára í upphafi aldarinnar nú þegar við Íslendingar eigum aðra stjörnu í ensku úrvalsdeildinni. Það er allt í fína að vera svolítið montin af þeim báðum.
Enski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira