Enski boltinn

Ísmaðurinn Gylfi stendur undir nafni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kuldinn hafði lítil áhrif á okkar mann.
Kuldinn hafði lítil áhrif á okkar mann. mynd/twitter-síða cryofit
Eins og nánast allir Íslendingar sem hafa spilað á Englandi hefur Gylfi Þór Sigurðsson fengið viðurnefnið The Ice-man, eða Ísmaðurinn.

Gylfi er ekki bara svalur á vítapunktinum og upp við mark andstæðinganna heldur hefur hann sýnt að hann getur þolað mikinn kulda.

Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, gaf grænt ljós á einhvers konar kuldaklefa frá fyrirtækinu CryoFit á æfingasvæði velska liðsins.

Þetta fyrirbæri á hjálpa leikmönnum með endurheimt eftir leiki. Englandsmeistarar Leicester City notuðust m.a. við þetta á síðasta tímabili.

Leikmenn standa inni í klefanum í kringum þrjár mínútur í ískulda. Eins og sjá má á myndinni átti Gylfi ekki í miklum vandræðum með að þola kuldann og brosti sínu blíðasta.

Landsliðsmaðurinn verður væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Swansea sækir West Brom heim í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum

Gylfi Þór Sigurðsson er maðurinn á bak við tvo heimasigra Swansea í röð, lífsnauðsynlega sigra í fallbaráttunni. Gylfi var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Sunderland. Hann hefur blómstrað eftir að bandaríski knattspyrnustjórinn Bob Bradley færði hann framar á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×