Erlent

Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Þeir muni kynna honum staðreyndir varðandi tölvuárásir Rússa og meint afskipti þeirra af forsetakosningunum í nóvember.

Í tilkynningu segir Trump að það sé í hag Bandaríkjamanna að einbeita sér að mikilvægari hlutum.

„Þrátt fyrir það, fyrir hagsmuni okkar lands og frábærra þegna þess, mun ég funda með leiðtogum samfélags leyniþjónusta í næstu viku til að þeir geti kynnt mér staðreyndir þessa máls,“ sagði Trump.

Hingað til hefur Trump þvertekið fyrir að ásakanirnar geti verið réttar og hefur sagt að þær komi eingöngu frá tapsárum demókrötum.

Fyrr í kvöld kynnti ríkisstjórn Bandaríkjanna refsiaðgerðir gegn Rússum sem felast meðal annars í því að 35 erindrekar verða reknir frá Bandaríkjunum á næstu dögum. Þar að auki var viðskiptaþvingunum beitt gegn níu aðilum og stofnunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×