Mulla Krekar handtekinn í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2016 11:40 Krekar hefur verið á lista Sameinuðu þjóðanna yfir grunaða hryðjuverkamenn frá árinu 2006. Vísir/AFP Norska öryggislögreglan PST handtók í morgun írakska íslamistann mulla Krekar eftir að hæstiréttur landsins hafði hafnað kröfu hans um endurupptöku á máli hans þar sem norskur dómstóll hafði úrskurðað að hægt væri að framselja hann frá Noregi til Ítalíu. NRK greinir frá. Hinn sextugi Krekar er grunaður um að vera leiðtogi í hryðjuverkasamtökunum Rawti Shax sem var með starfsemi í fjölda evrópskra ríkja. Krekar sjálfur hefur sjálfur sagt að um stjórnmálasamtök hafi verið að ræða og krefst þess að verða sleppt. Lögregla á Ítalíu hefur sakað Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og hefur viljað fá hann framseldan. Eftir dóm hæstaréttar Noregs í morgun er talið líklegt að svo verði. Krekar kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann er talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en hann er enn í Noregi þar sem yfirvöld þar telja sig ekki geta tryggt að hann hljóti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Krekar hefur verið á lista Sameinuðu þjóðanna yfir grunaða hryðjuverkamenn frá árinu 2006. Tengdar fréttir Mullah Krekar dæmdur í fimm ára fangelsi í Noregi Dómstólar í Noregi hafa dæmt kúrdann Mullah Krekar í fimm ára fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti. 26. mars 2012 15:58 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Vilja senda Múllah Krekar í einangrun Norsk stjórnvöld hafa árum saman verið í vandræðum með harðsvíraðan íslamista sem nú á að senda á heimili fyrir hælisleitendur í norskum smábæ. Sjálfur vill hann búa á heimili sínu í Ósló. Ekki hefur verið hægt að vísa honum úr landi. 30. janúar 2015 07:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Norska öryggislögreglan PST handtók í morgun írakska íslamistann mulla Krekar eftir að hæstiréttur landsins hafði hafnað kröfu hans um endurupptöku á máli hans þar sem norskur dómstóll hafði úrskurðað að hægt væri að framselja hann frá Noregi til Ítalíu. NRK greinir frá. Hinn sextugi Krekar er grunaður um að vera leiðtogi í hryðjuverkasamtökunum Rawti Shax sem var með starfsemi í fjölda evrópskra ríkja. Krekar sjálfur hefur sjálfur sagt að um stjórnmálasamtök hafi verið að ræða og krefst þess að verða sleppt. Lögregla á Ítalíu hefur sakað Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og hefur viljað fá hann framseldan. Eftir dóm hæstaréttar Noregs í morgun er talið líklegt að svo verði. Krekar kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann er talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en hann er enn í Noregi þar sem yfirvöld þar telja sig ekki geta tryggt að hann hljóti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Krekar hefur verið á lista Sameinuðu þjóðanna yfir grunaða hryðjuverkamenn frá árinu 2006.
Tengdar fréttir Mullah Krekar dæmdur í fimm ára fangelsi í Noregi Dómstólar í Noregi hafa dæmt kúrdann Mullah Krekar í fimm ára fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti. 26. mars 2012 15:58 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Vilja senda Múllah Krekar í einangrun Norsk stjórnvöld hafa árum saman verið í vandræðum með harðsvíraðan íslamista sem nú á að senda á heimili fyrir hælisleitendur í norskum smábæ. Sjálfur vill hann búa á heimili sínu í Ósló. Ekki hefur verið hægt að vísa honum úr landi. 30. janúar 2015 07:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mullah Krekar dæmdur í fimm ára fangelsi í Noregi Dómstólar í Noregi hafa dæmt kúrdann Mullah Krekar í fimm ára fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti. 26. mars 2012 15:58
Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00
Vilja senda Múllah Krekar í einangrun Norsk stjórnvöld hafa árum saman verið í vandræðum með harðsvíraðan íslamista sem nú á að senda á heimili fyrir hælisleitendur í norskum smábæ. Sjálfur vill hann búa á heimili sínu í Ósló. Ekki hefur verið hægt að vísa honum úr landi. 30. janúar 2015 07:00