Vilja senda Múllah Krekar í einangrun guðsteinn bjarnason skrifar 30. janúar 2015 07:00 Krekar kraup til bænahalds í kuldanum á sunnudaginn var, nýkominn úr fangelsi í Kongsvinger, skammt frá Ósló. fréttablaðið/AP Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira