Vilja senda Múllah Krekar í einangrun guðsteinn bjarnason skrifar 30. janúar 2015 07:00 Krekar kraup til bænahalds í kuldanum á sunnudaginn var, nýkominn úr fangelsi í Kongsvinger, skammt frá Ósló. fréttablaðið/AP Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira