Vilja senda Múllah Krekar í einangrun guðsteinn bjarnason skrifar 30. janúar 2015 07:00 Krekar kraup til bænahalds í kuldanum á sunnudaginn var, nýkominn úr fangelsi í Kongsvinger, skammt frá Ósló. fréttablaðið/AP Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjarins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftirliti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fangelsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hótanir gegn norskum stjórnmálamönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðjuverkamenn tengda Al Kaída-samtökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangelsinu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkisborgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstiréttur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pyntaður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseldan en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krekar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Noregs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira