Erlent

Mullah Krekar dæmdur í fimm ára fangelsi í Noregi

Mullah Krekar var dæmdur í fimm ára fangelsi.
Mullah Krekar var dæmdur í fimm ára fangelsi. mynd/AP
Dómstólar í Noregi hafa dæmt kúrdann Mullah Krekar í fimm ára fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti.

Mullah stofnaði íslömsku öfgasamtökin Ansar al-Islam en þau hafa aðsetur í Írak.

Ansar al-Islam eru skilgreind af Sameinuðu Þjóðunum og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Mullah flúði til Noregs árið 1991.

Síðustu ár hefur hann haldið því fram að hann hafi rofið öll tengsl við Ansal al-Islanm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×