Smalling: Þetta er hinn eini sanni leikur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 06:00 Chris Smalling verður væntanlega í vörn Manchester United gegn Liverpool annað kvöld. Vísir/Getty Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira