Souness: Liverpool getur orðið meistari Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 12:30 Souness og Henry ræddu stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer annað kvöld. Vísir/Getty Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira
Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Sjá meira