Íhuga refsiaðgerðir vegna Aleppo Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 21:22 Boris Johnson og John Kerry á blaðamannafundi í London í dag. Vísir/EPA Bresk og bandarísk yfirvöld hafa hótað refsiaðgerðum ef sprengjuárásum á Aleppo, höfuðborg Sýrlands, verður haldið áfram. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ástandið í borginni vera gríðarlegan mannlegan harmleik og að glæpir gegn mannkyninu eigi sér stað í borginni á hverjum degi. Kerry er nú staddur í London til að taka þátt í viðræðum um friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi. Hann talaði við blaðamenn í dag ásamt Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretland. Johnson hvatti Rússa til að „gera það rétta fyrir mannkynið og fólkið í Sýrlandi“ með því að samþykkja vopnahlé. Kerry sagði tíma til kominn fyrir varanlegt vopnahlé og að í kjölfarið yrði sest við samningsborðið. Vopnahlé var gert í síðasta mánuði en það féll um sjálft sig eftir aðeins nokkra daga. Síðan þá hafa sýrlensk yfirvöld, með aðstoð Rússa, látið sprengjum rigna yfir Aleppo. Yfirvöld í Washington kalla aðgerðirnar stríðsglæp. „Þessar aðgerðir munu koma til með að fella þá sem bera ábyrgð á þeim og þeir ættu að hugsa um það núna,“ sagði Johnson. Þeir sögðu jafnframt að til greina kæmi að beita efnahagslegum refsiaðgerðum ef yfirvöld í Sýrlandi yrðu ekki samvinnuþýð um vopnahlé. Hjálparsamtök telja 72 klukkustunda vopnahlé nauðsynlegt til að koma byrgjum til Aleppo og ferja óbreytta borgara úr eyðilögðum hlutum borgarinnar. Tengdar fréttir Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. 13. október 2016 07:00 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt 12. október 2016 19:30 Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. 15. október 2016 18:59 Miklar loftárásir í Aleppo Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. 11. október 2016 14:38 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Bresk og bandarísk yfirvöld hafa hótað refsiaðgerðum ef sprengjuárásum á Aleppo, höfuðborg Sýrlands, verður haldið áfram. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ástandið í borginni vera gríðarlegan mannlegan harmleik og að glæpir gegn mannkyninu eigi sér stað í borginni á hverjum degi. Kerry er nú staddur í London til að taka þátt í viðræðum um friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi. Hann talaði við blaðamenn í dag ásamt Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretland. Johnson hvatti Rússa til að „gera það rétta fyrir mannkynið og fólkið í Sýrlandi“ með því að samþykkja vopnahlé. Kerry sagði tíma til kominn fyrir varanlegt vopnahlé og að í kjölfarið yrði sest við samningsborðið. Vopnahlé var gert í síðasta mánuði en það féll um sjálft sig eftir aðeins nokkra daga. Síðan þá hafa sýrlensk yfirvöld, með aðstoð Rússa, látið sprengjum rigna yfir Aleppo. Yfirvöld í Washington kalla aðgerðirnar stríðsglæp. „Þessar aðgerðir munu koma til með að fella þá sem bera ábyrgð á þeim og þeir ættu að hugsa um það núna,“ sagði Johnson. Þeir sögðu jafnframt að til greina kæmi að beita efnahagslegum refsiaðgerðum ef yfirvöld í Sýrlandi yrðu ekki samvinnuþýð um vopnahlé. Hjálparsamtök telja 72 klukkustunda vopnahlé nauðsynlegt til að koma byrgjum til Aleppo og ferja óbreytta borgara úr eyðilögðum hlutum borgarinnar.
Tengdar fréttir Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. 13. október 2016 07:00 Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30 Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt 12. október 2016 19:30 Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. 15. október 2016 18:59 Miklar loftárásir í Aleppo Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. 11. október 2016 14:38 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Tugir létust í loftárás á Aleppo Rússar boða nýja viðræður við Bandaríkin um vopnahlé í Sýrlandi. Breskir og franskir ráðamenn vilja draga Rússa fyrir stríðsglæpadómstól. Loftárásir voru gerðar á stærsta markaðinn í Aleppo í gær. 13. október 2016 07:00
Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi. 12. október 2016 07:30
Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt 12. október 2016 19:30
Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. 15. október 2016 18:59
Miklar loftárásir í Aleppo Tólf borgarar eru sagðir hafa fallið og íbúðarhúsnæði urðu fyrir miklum skemmdum. 11. október 2016 14:38