Tugir létust í loftárás á Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Íbúar í Aleppo stuttu eftir loftárás á Fardous-hverfið í gær. Nordicphotos/AFP Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira