Erlent

Sýrlenskir uppreisnarmenn nálgast Dabiq

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS.
Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. Vísir/EPA
Sýrlenskir uppreisnarmenn sækja nú á sýrlenska bæinn Dabiq, sem er eitt af höfuðvígum ISIS. Dabiq, sem er um tíu kílómetrum frá landamærum Sýrlands og Tyrklands, hefur mikla táknræna merkingu fyrir ISIS og er áberandi í áróðursefni þeirra. Dabiq er, samkvæmt spádómi um heimsendi, staðurinn þar sem múslimar munu mæta óvinum sínum. Tímarit ISIS heitir til að mynda eftir bænum.

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur staðfest að uppreisnarmenn séu á ferli í bænum. Uppreisnarmennirnir fá liðsauka frá tyrknesku loftárásateymi sem hafa nálgast bæinn síðustu daga og eru við það að umkringja hann.

Árásin á Dabiq er hluti af stærri áætlun sýrlenskra uppreisnarmanna, sem hljóta stuðning frá tyrkneskum yfirvöldum, sem hófst í ágúst.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utarníkiráherra Rússlands, funda nú í Sviss um mögulegt vopnahlé. Þó eru ekki bundnar miklar vonir við að viðræðurnar verði árangursríkar.

Hjálparsamtök telja 72 klukkustunda vopnahléa nauðsynlegt til að koma byrgjum til Aleppo, höfuðborgar Sýrlands, og ferja óbreytta borgara úr eyðilögðum hlutum borgarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×