Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 23:27 Það var grátið af gleði á götum Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í kvöld eftir að ljóst var að friðarsamningurinn var í höfn. vísir/getty Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00
Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28
Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30