Forseti Kolumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut rétt í þessu friðarverðlaun Nóbels fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem hefur kostað 220 þúsund manns lífið og hafa sex milljónir þurft að flýja heimili sín vegna þess.
Santos er sagður hafa heitði því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að bjarga friðarsamningum eftir að friðarsamkomulag við FARC-skæruliða var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu um liðna helgi. Lítill vilji virðist vera þó til að snúa aftur til vopnaðra átaka en Nóbelsverðlaunanefndin sagði í rökstuðningi sínum að hún teldi að þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þá hafi Santos náð að fara langt með að tryggja frið í landinu sem hefur verið hrjáð af borgarastríðið frá sjöunda áratug síðustu aldar.
Skæruliðasamtökin FARC hófu árið 1964 vopnaða baráttu gegn stjórninni í von um að geta gert þar byltingu. Skammstöfunin FARC stendur fyrir Fuerzas Armadas Revolucionarias de Columbia, sem kalla mætti Byltingarhersveitir Kólumbíu.
Juan Manuel Santos hlaut friðarverðlaun Nóbels

Tengdar fréttir

Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC
Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld.

Vopnahlé tekur formlega gildi
Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök.

Reynt að bjarga friðarsamkomulagi
Hvorki Santos Kólumbíuforseti né Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, virðast hafa mikinn áhuga á að hefja hernað á ný, þótt friðarsamkomulag hafi verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur hafa þegar komið fra

Blað brotið í sögu Kólumbíu
Sögulegur samningur sem bindir enda á átök sem staðið hafa yfir í 52 ár.