Blað brotið í sögu Kólumbíu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 23:17 Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu við undirritunina í kvöld. Haldin var hátíðleg athöfn í Cartagena í tilefni dagsins, sem yfir 2.500 manns sóttu. vísir/epa Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Kólumbíu og skæruliðasamtökin FARC undirrituðu í kvöld friðarsamkomulag sem mun formlega binda endi á yfir hálfrar aldar löng átök þar í landi. Samningurinn fer í þjóðaratkvæðagreiðslu í næstu viku og benda skoðanakannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna muni samþykkja hann. Friðarviðræður á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í fjögur ár. Báðir aðilar samþykktu í júní síðastliðnum að leggja niður vopn og var samkomulagið formlega kynnt fyrir um mánuði síðan. FARC-liðar þurftu að samþykkja samninginn á landsþingi sínu og er næst komið að almenningi í Kólumbíu að samþykkja hann, en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 2. október næstkomandi. Greiði almenningur atkvæði með samningnum munu skæruliðar FARC afhenda Sameinuðu þjóðunum vopn sín. Þá verða samtökunum tryggð að minnsta kosti tíu þingsæti næstu tvö kjörtímabil, svo fátt eitt sé nefnt, en samkomulagið telur 297 blaðsíður. Pólitísk framtíð forsetans, Juan Manuel Santos, er sögð undir en hann sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í kvöld að samningurinn muni auka hagvöxt og sameina þjóðina. Það muni hins vegar taka þjóðina nokkurn tíma að jafna sig á stríðinu sem staðið hefur yfir í 52 ár. Evrópusambandið ákvað í dag, eftir að liðsmenn FARC lýstu yfir stuðningi við friðarsamkomulagið, að fjarlægja samtökin tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00 Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín 26. ágúst 2016 07:00
Vopnahlé tekur formlega gildi Forsvarsmenn FARC uppreisnarhópsins í Kólumbíu lýsa yfir vopnahlé eftir 52 ára átök. 28. ágúst 2016 22:15