Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 22:38 Frá sameiginlegri heræfingu ríkjanna sem stendur nú yfir í Filippseyjum. Vísir/EPA Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44
Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00
Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58