Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 22:38 Frá sameiginlegri heræfingu ríkjanna sem stendur nú yfir í Filippseyjum. Vísir/EPA Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44
Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00
Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58