Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2016 10:30 Frá heræfingum Kína í Suður-Kínahafi á dögunum. Vísir/AFP Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni. Suður-Kínahaf Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni.
Suður-Kínahaf Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira