Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2016 22:38 Frá sameiginlegri heræfingu ríkjanna sem stendur nú yfir í Filippseyjum. Vísir/EPA Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Varnarmálaráðherra Filippseyja hefur tilkynnt Bandaríkjunum að þeir hafi hætt við allar sameiginlega heræfingar í Suður-Kínahafi. Rodrigo Duterte, forseti landsins, hefur undanfarnar vikur verið mjög myrkur í máli gagnvart Bandaríkjunum. Yfirvöld Bandaríkjanna, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt átak Duterte gegn fíkniefnum harðlega. Minnst 3.600 manns hafa látið lífið vegna átaksins svokallaða á einungis þremur mánuðum. Varnarmálaráðherrann Delfin Lorenzana sagði einnig í dag að yfirvöld Filippseyja vilja losna við 107 bandaríska hermenn sem safna upplýsingum í vígamenn í suðurhluta Filippseyja. Fyrst þarf filippseyski herinn að öðlast getu til að safna áðurnefndra upplýsinga.Lorenzana sagði Filippseyjar geta lifað án hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna sem samsvari um 50 til 100 milljóna dala á ári. Þess í stað ætli þeir að kaupa vopn frá Kína og Rússlandi.Sjá einnig: Segir Obama að „fara til helvítis“. Bandaríkin og Filippseyjar hafa haldið um 28 sameiginlegar heræfingar á ári. Duterte vill hætta öllum sameiginlegum heræfingum, ekki bara þeim í Suður-Kínahafi. Í ræðu í dag sagði forsetinn að það væri ekki hægt að koma fram við hann eins og dyramottu. Hann gæti auðveldlega snúið sér til Kína.Duterte hefur skipað Lorenzana að ferðast til Kína og Rússlands til að ræða við ráðamenn þar um mögulegar vopnasölur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að þeim hafi ekki borist opinber tilkynning um að Filippseyjar hafi hætt við æfingarnar. Hann segir Bandaríkin staðráðin í að standa við skuldbindingar sínar varðandi varnarsamning Bandaríkjanna og Filippseyja en ríkin hafa starfað saman í 65 ár. Samvinna Filippseyja er Bandaríkjunum mikilvæg, sérstaklega vegna aukinna umsvifa og tilkalls Kína til um 90 prósenta af Suður-Kínahafi. Bandaríkin og Japan hafa stutt við bakið á Filippseyjum í deilum þeirra við Kína.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44 Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00 Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47 Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Kínverjar segjast eiga rétt á því að stofna loftvarnarsvæði þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær. 13. júlí 2016 11:44
Duterte segist ekki geta drepið alla Rodrigo Duterte segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fíkniefnasölu í landinu áður en hann varð forseti. 19. september 2016 13:00
Hefur drepið þúsundir Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns. 17. september 2016 07:00
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kallaði Obama hóruson Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot. 5. september 2016 17:47
Enn versnar samband Duterte og Bandaríkjanna Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, lýsti því yfir í gær að fyrirhuguð heræfing í landinu þar sem Bandaríkjamenn og Filippseyski herinn taka þátt verði þær síðustu af slíkum toga. 29. september 2016 07:58