Hefur drepið þúsundir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2016 07:00 Íbúar í Manila fylgjast með þegar lík grunaðs fíkniefnaneytanda er borið burt að lokinni lögregluaðgerð. Vísir/EPA Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira