Skelfilegt ástand í Aleppo: Tugir látist í loftárásum Sýrlandshers síðastliðinn sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 23:45 Björgunarmenn bera lík úr rústum húss í Aleppo í dag. vísir/getty Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“ Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“
Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23