Skelfilegt ástand í Aleppo: Tugir látist í loftárásum Sýrlandshers síðastliðinn sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 23:45 Björgunarmenn bera lík úr rústum húss í Aleppo í dag. vísir/getty Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“ Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“
Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23