Herja á Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 10:23 Vísir/AFP Fjölda sprengja hefur verið varpað á borgina Aleppo í Sýrlandi á undanförnum dögum. Aðgerðarsinnar segja minnst 30 loftárásir hafa verið gerðar í nótt. Minnst 250 þúsund manns halda til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Ný sókn stjórnarhers Sýrlands var tilkynnt í ríkissjónvarpi landsins og var borgurum í Aleppo skipað að halda sér frá hryðjuverkamönnum og stöðum þar sem þá má finna. (Ríkisstjórn Sýrlands kallar allar fylkingar sem berjast gegn sér hryðjuverkamenn.) Þá höfðu loftárásir á borgina þó staðið yfir í tvo daga áður en tilkynningin var birt. Stjórnarherinn lýsti því yfir á mánudaginn að þeir myndu hætta að fylgja skilmálum vopnahlés Bandaríkjanna og Rússlands. Þeir sökuðu uppreisnarmenn um að hafa margrofið vopnahléið en ásakanir um slíkt höfðu gengið víxl alla vikuna sem vopnahléið var í gildi. Loftárásir hafa verið gerðar á borgina á hverjum degi frá því á mánudaginn. Talið er að tugir hafi látið lífið. Í samtali við Reuters sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður björgunarsveita Aleppo, að fimm rússneskar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir borginni. Aleppo var stærsta borg Sýrlands áður en styrjöldin hófst í Sýrlandi. Hún hefur orðið verulega illa úti í átökunum, en stjórnarherinn hefur í raun setið um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvo mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03 Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Fjölda sprengja hefur verið varpað á borgina Aleppo í Sýrlandi á undanförnum dögum. Aðgerðarsinnar segja minnst 30 loftárásir hafa verið gerðar í nótt. Minnst 250 þúsund manns halda til á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar. Ný sókn stjórnarhers Sýrlands var tilkynnt í ríkissjónvarpi landsins og var borgurum í Aleppo skipað að halda sér frá hryðjuverkamönnum og stöðum þar sem þá má finna. (Ríkisstjórn Sýrlands kallar allar fylkingar sem berjast gegn sér hryðjuverkamenn.) Þá höfðu loftárásir á borgina þó staðið yfir í tvo daga áður en tilkynningin var birt. Stjórnarherinn lýsti því yfir á mánudaginn að þeir myndu hætta að fylgja skilmálum vopnahlés Bandaríkjanna og Rússlands. Þeir sökuðu uppreisnarmenn um að hafa margrofið vopnahléið en ásakanir um slíkt höfðu gengið víxl alla vikuna sem vopnahléið var í gildi. Loftárásir hafa verið gerðar á borgina á hverjum degi frá því á mánudaginn. Talið er að tugir hafi látið lífið. Í samtali við Reuters sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður björgunarsveita Aleppo, að fimm rússneskar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir borginni. Aleppo var stærsta borg Sýrlands áður en styrjöldin hófst í Sýrlandi. Hún hefur orðið verulega illa úti í átökunum, en stjórnarherinn hefur í raun setið um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvo mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03 Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag. 23. september 2016 00:03
Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Svo virðist sem að vopahléið í Sýrlandi sé endanlega úr sögunni. 22. september 2016 14:02