Guardiola hafði betur í fyrsta nágrannaslagnum | Sjáðu öll mörk gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 11:00 De Bruyne fagnar marki sínu í nágrannaslagnum en hann átti frábæran dag. Vísir/Getty Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester: Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Háværu nágrannarnir í Manchester City tóku stigin þrjú á Old Trafford gegn Manchester United í stórleik gærdagsins í enska boltanum með 2-1 sigri en þetta var fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho. City-menn eru því áfram með fullt hús stiga en Chelsea getur komist upp að hlið þeirra með sigri gegn Swansea í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði City-manna í gær en hann skoraði fyrra mark liðsins en seinna mark liðsins kom þegar frákastið af skoti De Bruyne hafnaði fyrir fótum Kelechi Iheanacho. Zlatan Ibrahimovic náði að minnka muninn fyrir heimamenn eftir mistök Claudio Bravo í marki City-manna en lengra komust þeir ekki. Alls fóru átta leikir fram í gær en Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Burnley í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Hull. Jóhann lék 76. mínútur í leiknum en Hull nældi í stig með jöfnunarmarki Robert Snodgrass á 94. mínútu. Skytturnar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigri á Southampton á heimavelli en eftir að hafa lent undir snemma leiks náði Arsenal að knýja fram sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Watford vann fyrsta sigur tímabilsins með ótrúlegum hætti eftir að hafa lent 0-2 undir á Ólympíuvellinum í London en tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks hleyptu liðinu aftur inn í leikinn. Son Heung-Min kom Tottenham yfir með tveimur mörkum áður en ensku landsliðsmennirnir Dele Alli og Kane bættu við þriðja og fjórða marki Tottenham. Fyrsti sigur vetrarins leit dagsins ljós hjá bæði Bournemouth og Crystal Palace í gær en í sigri Crystal Palace komst Christian Benteke á blað með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir félagsskipti frá Liverpool í sumar. Í lokaleik dagsins bauð Liverpool upp á flugeldasýningu í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Leicester en leiknum lauk með sannfærandi 4-1 sigri heimamanna. Chelsea getur komist upp að hlið Manchester City með sigri gegn Swansea klukkan 15:00 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar ætla sér eflaust að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar Gylfi skoraði sigurmarkið.Samantekt úr leikjum gærdagsins: Manchester United 1-2 Manchester City: Arsenal 2-1 Bournemouth: Bournemouth 1-0 West Bromwich Albion: Burnley 1-1 Hull: Middlesborough 1-2 Crystal Palace: West Ham 2-4 Watford: Stoke 0-4 Tottenham: Liverpool 4-1 Leicester:
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15 Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30 Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45 Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00 Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. 10. september 2016 18:15
Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram. 10. september 2016 13:30
Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. 10. september 2016 15:45
Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. 10. september 2016 16:00
Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. 10. september 2016 16:00