Erlent

Lentu eldflaug í fimmta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Ljósmynd sem tekin var á flugtíma eldflaugarinnar.
Ljósmynd sem tekin var á flugtíma eldflaugarinnar. Mynd/SpaceX
Fyrirtækið SpaceX sendi í nótt rúm tvö tonn af birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og geimfaranna sem eru þar. Geimskotið heppnaðist fullkomlega og tókst að lenda Falcon 9 flauginni aftur.

Þetta er í fimmta sinn sem starfsmönnum SpaceX tekst að lenda geimflaug aftur eftir skot og í annað sinn sem það er gert á landi en ekki á pramma út af Canaveralhöfða.

Um borð í Dragon geimfari SpaceX eru gögn og efni í vísindarannsóknir sem til stendur að gera á næstu mánuðum. Þá voru einnig matvæli um borð sem og nýr búnaður fyrir geimstöðina sem á að hjálpa til við lendingar þar í framtíðinni. Til stóð að koma þeim búnaði upp í fyrra, en eldflaug SpaceX sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak.

Fyrirtækið birtir iðulega myndir frá starfi sínu og geimskotið í nótt var engin undantekning þar á. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar myndir.

Fleiri myndir má sjá hér á Flickr-síðu SpaceX.

Hér má sjá útsendingu SpaceX frá skotin í nótt. Flauginni er skotið á loft eftir um 16 mínútur og hún lendir á 25 mínútu.


Tengdar fréttir

SpaceX ætlar til Mars árið 2018

Einkarekna geimferðafyrirtækið hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að koma geimfari til Mars árið 2018.

Mistókst að lenda geimflaug

Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt geimflaug á loft. Allt gekk vel þar til reyna átti að lenda flauginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×