Mistókst að lenda geimflaug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 10:28 Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt geimflaug á loft. Allt gekk vel þar til reyna átti að lenda flauginni. Vísir/Getty Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt ómannaðri Falcon 9 eldflaug út í geim með gervihnött innanborðs. Tókst geimskotið vel en sem fyrr var reynt að lenda eldflaugini er hún sneri aftur til jarðar. Svo virðist sem það hafi mistekist. Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur. Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.Í lok síðasta árs tókst fyrirtækinu að lenda sambærilegri eldflaug er hún sneri aftur til jarðar. Lenti hún upprétt og var það í fyrsta sinn sem slíkt tókst. Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016 Svo virðist sem að forsvarsmenn SpaceX hafi raunar ekki gert ráð fyrir því að lendingin myndi heppnast en vonast Musk til þess að næsta eldflaug geti lent.Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016 Musk getur þó huggað sig við það að allt lítur út fyrir að hafa gengið upp varðandi gervihnöttinn sem skotið var upp á loft með eldflauginni og er hann nú kominn á braut um jörðu. Mun hann verða hluti af neti gervihnatta sem þjónusta eiga um 20 ríki í Asíu og á Kyrrahafi. Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX skaut í nótt ómannaðri Falcon 9 eldflaug út í geim með gervihnött innanborðs. Tókst geimskotið vel en sem fyrr var reynt að lenda eldflaugini er hún sneri aftur til jarðar. Svo virðist sem það hafi mistekist. Var eldflauginni skotið upp frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum og tókst allt vel þangað til reyna átti að lenda eldflauginu. Elon Musk er eigandi SpaceX og segir hann að ítrekaðar tilraunir til þess að lenda eldflaugum fyrirtækisins geti sparað gríðarlega fjárhæðir því að hægt sé að nota eldflaugarnar aftur. Í viðtali við Bloomberg í mars á síðasta ári sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.Í lok síðasta árs tókst fyrirtækinu að lenda sambærilegri eldflaug er hún sneri aftur til jarðar. Lenti hún upprétt og var það í fyrsta sinn sem slíkt tókst. Í nótt átti að endurtaka leikinn. Var lendingunni streymt í beinni útsendingu á vef SpaceX en rétt áður en flaugin átti að lenda á pramma á hafi úti datt útsendingin út. Sjá má bjart ljós í útsendingunni rétt áður en hún dettur út.Replay video of the on-air @SpaceX first stage landing from Of Course I Still Love You #SpaceX #SES9 pic.twitter.com/oydKlu4azR— Trevor Mahlmann☄ (@TrevorMahlmann) March 4, 2016 Svo virðist sem að forsvarsmenn SpaceX hafi raunar ekki gert ráð fyrir því að lendingin myndi heppnast en vonast Musk til þess að næsta eldflaug geti lent.Rocket landed hard on the droneship. Didn't expect this one to work (v hot reentry), but next flight has a good chance.— Elon Musk (@elonmusk) March 5, 2016 Musk getur þó huggað sig við það að allt lítur út fyrir að hafa gengið upp varðandi gervihnöttinn sem skotið var upp á loft með eldflauginni og er hann nú kominn á braut um jörðu. Mun hann verða hluti af neti gervihnatta sem þjónusta eiga um 20 ríki í Asíu og á Kyrrahafi.
Tengdar fréttir Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38 Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Prófuðu lendingarbúnað geimfars SpaceX birti myndband af lendingartilraun geimfars sem er ætlað að koma sjö manns til geimstöðvarinnar. 22. janúar 2016 15:38
Skutu geimflaug á loft og lentu henni aftur Um er að ræða stórt skref í að draga verulega úr kostnaði við geimskot. 22. desember 2015 08:00
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36
SpaceX á leið til jarðar með rannsóknargögn SpaceX Dragon verður ýtt af stað frá alþjóðlegu geimstöðinni klukkan fjórar mínútur yfir ellefu fyrir hádegi í dag. 21. maí 2015 07:35