Erlent

Space X flaug sprakk í loft upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimflauginni var skotið í loft á þriðja tímanum.
Geimflauginni var skotið í loft á þriðja tímanum. Vísir/AFP
Falcon 9 geimflaug fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á þriðja tímanum. Hún var komin hátt á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þegar hún sprakk. Um borð í flauginni voru birgðir til geimstöðvarinnar, en þetta er önnur birgðaflaugin í röð sem kemst ekki á leiðarenda og sú þriðja síðan í október.

Starfsmenn NASA segja að þrátt fyrir það séu nægar birgðir af mat og nauðsynjum um borð í geimstöðinni. Birgðirnar munu þó duga fram í október. Ekki liggur fyrir hvers vegna flaugin sprakk.

Falcon 9 flaugunum er ætlað að lenda aftur eftir að þeim hefur verið skotið út í geim. Með því að endurnota geimflaugar væri hægt að spara gífurlega fjármuni og skjóta fleiri flaugum út í geim.

Sjá einnig: Tókst næstum því að lenda geimflaug

Space X segir að geimskotið hafi gengið vel, þar til flaugin náði hljóðhraða. Þetta átti að vera þriðja tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 flaug á pramma í Atlantshafinu. Brak úr geimflauginni er sagt hafa lent í Atlantshafinu.

Hér má sjá hvernig SpacX ætlar sér að lenda geimflaugumMynd/SpaceX
Í október sprakk upp geimflaug frá fyrirtækinu Orbital Antares og í apríl misstu starfsmenn Geimstofnunar Rússlands stjórnina á geimflaug sem einnig átti að flytja birgðir til geimstöðvarinnar. Hún brann upp í gufuhvolfinu yfir Kyrrahafinu nokkrum dögum seinna.

NASA reiðir sig nú á einkafyrirtæki til að flytja birgðir, og seinna meir geimfara, til geimstöðvarinnar eftir að notkun geimskutlanna var hætt árið 2011. Áður en þetta slys varð hafði SpaceX sent sjö geimför til geimstöðvarinnar og öll skotin höfðu heppnast vel.

Allt skotferlið má sjá hér að neðan

Tengdar fréttir

Skjóta geimflaug á loft

Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20.

Google fjárfestir í SpaceX

Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk.

Geimskotið tókst en lendingin ekki

Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×