Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:07 Oscar Pistorius í réttarsal í dag. Vísir/EPA Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“Það var verjandi Pistoriusar, Barry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans. „Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi. Tengdar fréttir Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“Það var verjandi Pistoriusar, Barry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans. „Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi.
Tengdar fréttir Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15
Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00
Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15